ÞG Sjóður hjálpar þér að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Ný leið í fjármögnun íbúðarkaupa

Fjármagnaðu drauma kaupin þín með þátttöku frá ÞG Sjóður

01

Finndu framtíðarheimili

Þú finnur eign hjá ÞG sem fellur undir ÞG Sjóður. Þú hefur samband við Lind fasteignasölu sem útbýr kauptilboð í eignina.

02

Fjármögnun og samningar

Þú sækir um fjármögnun hjá lánastofnun. Ef fjármögnun er samþykkt þá er gerður kaupsamningur, leigusamningur og sameignarsamningur. ÞG er meðeigandi í eigninni þinni með 20% eignarhlut.

03

Afhending eignar

Þú færð íbúðina afhenda og fasteignasali boðar svo til afsals þegar skilyrði kaupsamnings hafa verið uppfyllt. Þú hefur 100% ráðstöfunarrétt yfir eigninni. Á samningstímanum getur þú selt eignina eða keypt út ÞG Sjóður

Baughamar

Fjölbreytt úrval íbúða til sölu

íbúðir til sölu

55

afhendingartími

Mars/apríl 2026

stærðir íbúða

64-139 m²

Hvað er ÞG Sjóður?

Hvað er ÞG Sjóður?

ÞG Sjóður er sjóður sem fjárfestir í íbúðarhúsnæði sem er byggt af ÞG verktökum ehf., byggingaverktaka í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, sem hefur verið starfandi á íslenskum markaði óslitið frá árinu 1998 og hefur byggt þúsundir íbúða.

Samningsskilmálar

Samningsskilmálar

ÞG Sjóður fjárfestir fyrir allt að 20% af kaupverði fasteigna og eignast því hlutdeild í viðkomandi fasteign. Einstaklingur leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði og tekur lán hjá lánastofnun fyrir allt að 70% af kaupverði fasteignar. Þannig eignast einstaklingur heimili sem hann hefur fullan afnotarétt yfir.

Algengarspurningar

Hvað er ÞG Sjóður?

ÞG Sjóður er sjóður sem fjárfestir í íbúðarhúsnæði sem er byggt af ÞG verktökum ehf., byggingaverktaka í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, sem hefur verið starfandi á íslenskum markaði óslitið frá árinu 1998 og hefur byggt þúsundir íbúða.

ÞG Sjóður fjárfestir með einstaklingum (kaupanda) í fasteignum byggðum af ÞG verktökum. ÞG Sjóður fjárfestir fyrir allt að 20% af kaupverði fasteigna og eignast því hlutdeild í viðkomandi fasteign. Einstaklingur leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði. Einstaklingur getur tekið allt að 70% lán fyrir kaupverði fasteignar.

ÞG Sjóður er hýstur og rekinn af Stefni sem er sjálfstætt starfandi fjármálastofnun og hluti af samstæðu Arion banka.

Afhverju ætti ég að nýta mér ÞG Sjóður?

Með því að kaupa fasteign með ÞG sjóð þarf einstaklingur einungis 10% útborgun til þess að geta keypt sér fasteign. Áhættan af hækkun eða lækkun fasteignarinnar skiptist á milli eigenda hennar.

ÞG Sjóður fjárfestir á móti einstaklingum í eignum sem eru byggðar af ÞG Verktökum, en þeir hafa byggt þúsundir íbúða frá árinu 1998 og hafa þar gæði og traust verið í fyrirrúmi.

Hvaða íbúðir falla undir ÞG Sjóð?

Allar íbúðir í Baughamri 21-25, Hafnarfirði sem verða tilbúnar til afhendingar í mars og apríl 2026 auk sex eigna í Sunnusmára 1,3,5,13 í Kópavogi sem þegar eru tilbúnar til afhendingar og tíu íbúða í Arkarvogi 2-8, Arkarvogi 10-12 og Drómundarvogi 2 í Reykjavík sem eru tilbúnar til afhendingar. Nánari upplýsingar um eignirnar má finna á söluvef félagsins.

Fyrir hverja er ÞG sjóður?

Allir einstaklingar sem eiga fyrir að lágmarki 10% útborgun og standastgreiðslumat á láni fyrir allt að 70% af kaupverði eignar, geta nýtt sér ÞG Sjóð.