Algengar spurningar
Hvað er ÞG Sjóður?
ÞG Sjóður er sjóður sem fjárfestir í íbúðarhúsnæði sem er byggt af ÞG verktökum ehf., byggingaverktaka í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, sem hefur verið starfandi á íslenskum markaði óslitið frá árinu 1998 og hefur byggt þúsundir íbúða.
ÞG Sjóður fjárfestir með einstaklingum (kaupanda) í fasteignum byggðum af ÞG verktökum. ÞG Sjóður fjárfestir fyrir allt að 20% af kaupverði fasteigna og eignast því hlutdeild í viðkomandi fasteign. Einstaklingur leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði. Einstaklingur getur tekið allt að 70% lán fyrir kaupverði fasteignar.
ÞG Sjóður er hýstur og rekinn af Stefni sem er sjálfstætt starfandi fjármálastofnun og hluti af samstæðu Arion banka.
Afhverju ætti ég að nýta mér ÞG Sjóður?
Með því að kaupa fasteign með ÞG sjóð þarf einstaklingur einungis 10% útborgun til þess að geta keypt sér fasteign. Áhættan af hækkun eða lækkun fasteignarinnar skiptist á milli eigenda hennar.
ÞG Sjóður fjárfestir á móti einstaklingum í eignum sem eru byggðar af ÞG Verktökum, en þeir hafa byggt þúsundir íbúða frá árinu 1998 og hafa þar gæði og traust verið í fyrirrúmi.
Hvaða íbúðir falla undir ÞG Sjóð?
Allar íbúðir í Baughamri 21-25, Hafnarfirði sem verða tilbúnar til afhendingar í mars og apríl 2026 auk sex eigna í Sunnusmára 1,3,5,13 í Kópavogi sem þegar eru tilbúnar til afhendingar og tíu íbúða í Arkarvogi 2-8, Arkarvogi 10-12 og Drómundarvogi 2 í Reykjavík sem eru tilbúnar til afhendingar. Nánari upplýsingar um eignirnar má finna á söluvef félagsins.
Fyrir hverja er ÞG sjóður?
Allir einstaklingar sem eiga fyrir að lágmarki 10% útborgun og standastgreiðslumat á láni fyrir allt að 70% af kaupverði eignar, geta nýtt sér ÞG Sjóð.
Hvað kostar einstakling að nýta ÞG Sjóð?
Einstaklingur (kaupandi) greiðir leigu fyrir afnot af eignarhlut ÞG Sjóðs. Ársleiga er 5% af kaupverði eignarhluts ÞG Sjóðs, reiknast mánaðarlega, er verðtryggð og má greiðast öll í lok samningstímans eða þegar fasteign er seld. Uppsöfnuð leiga fellur niður í lok samningstíma að öllu leyti eða hluta ef söluandvirði íbúðarinnar stendur ekki undir uppgjöri á leigunni eftir að fasteignalán er upp greitt og annar kostnaður hefur verið greiddur.
Hvernig er skipting á fasteignagjöldum og öðrum kostnaði?
ÞG Sjóður greiðir allt að 20% af fasteignagjöldum, háð eignarhlutdeild í fasteigninni. Einstaklingur greiðir fyrir daglegt viðhald og rekstur fasteignarinnar s.s. rafmagn, hita, húsfélagsgjöld og tryggingar. ÞG Sjóður tekur hlutfallslega þátt í kostnaði vegna framkvæmda sem húsfélag samþykkir, en ekki vegna breytinga sem einstaklingur ákveður sjálfur eða skemmda umfram almenn slit.
Hvað gerist ef fasteign hefur hækkað í verði þegar hún er seld í lok samningstíma?
Hagnaðurinn skiptist hlutfallslega eftir eignarhlutdeild þegar uppsafnaða leigan og eftirstöðvar fasteignaláns hefur verið dregin frá söluverði.
Hvað gerist ef fasteign hefur lækkað í verði þegar hún er seld í lok samningstíma?
Tapið skiptist hlutfallslega eftir eignarhlutdeild og uppsafnaða leigan fellur niður að því marki sem söluverð stendur ekki undir eftirstöðvum fasteignaláns og uppsafnaðri leigu
Má kaupandi að fasteign í með ÞG Sjóð vera félag (ehf)?
Nei, þetta fyrirkomulag er eingöngu fyrir einstaklinga.
Hvað ef einstaklingur vill kaupa ÞG Sjóð út?
Ef einstaklingur kaupir hlut ÞG Sjóðs innan 36 mánaða frá gerð samnings er verðtryggt, upphaflegt kaupverð fasteignarinnar metið sem lágmarkssöluverð ÞG sjóðs til einstaklingsins. Einstaklingurinn greiðir einnig 200.000 krónur fyrir skjalagerð og umsýslu. Ef einstaklingur óskar eftir að kaup hlut ÞG Sjóðs í fasteign eftir 36 mánuði frá kaupum, þá fer fram mat óháðs aðila um verðmæti fasteignarinnar.
Hvað ef einstaklingur vill selja fasteignina?
Ef einstaklingur selur fasteignina innan 36 mánaða þá fer hún í almennt söluferli og verðlögð á markaðsverði. Einstaklingur greiðir þá allan sölukostnað sem fellur til. Ef fasteign er seld eftir 36 mánuði skiptist sölukostnaður hlutfallslega milli einstaklings og ÞG sjóðs.
Getur einstaklingur átt fasteignina lengur en í 10 ár?
Einstaklingur getur átt eignina lengur en í 10 ár en hann þarf þá að kaupa ÞG Sjóð út við lok samnings.
Getur einstaklingur endurfjármagnað fasteignina á samningstímanum?
Já, einstaklingur getur endurfjármagnað lánin sín en þarf þó samþykki frá ÞG Sjóði. ÞG Sjóði er óheimilt að neita samþykki nema að rökstudd ástæða sé fyrir því.
Má einstaklingur gera breytingar á eigninni á samningstímanum?
Einstaklingur þarf skriflegt samþykki frá ÞG Sjóði ef hann vill gera breytingar á eigninni og allar breytingar sem ekki teljast til eðlilegs viðhalds er á kostnað hans.
Má einstaklingur leigja út fasteignina á samningstímanum?
Einstaklingum er heimilt að leigja út fasteignina og fá þeir leigugreiðslur til sín og ÞG Sjóður fær ekki hluta af þeim. Einstaklingur ber þó alla ábyrgð á skemmdum og tjóni sem getur komið til vegna útleigu.
Hver er tengiliður við einstakling?
Aparta Iceland ehf kt: 550125-0560 er þjónustuaðili Stefnis sem hýsir og rekur ÞG sjóð. Hægt er að hafa samband við Aparta í gegnum heimsíðu þeirra.